Námskeið í forritun fyrir 9 til 13 ára

Tölvunámskeið á vegum Kóder í Gerðubergi 

Menningarhús Gerðubergi, 26. - 28. júní

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra:
Grunn aðgerðir í Python forritun (breytur, föll, listar, lúppur)
Hakkast í Minecraft með því að nota eigin kóða.
Tengja einfalda rafrás og skrifa kóða fyrir Minecraft sem kveikir á ljósdíóðu.

Tímasetningar:
Mánudagur (26. júní):         14:00 - 17:00
Þriðjudagur (27. júní):         14:00 - 17:00
Miðvikudagur (28. júní):      14:00 - 17:00

Þátttakendur þurfa ekki að eiga eigin tölvu til að taka þátt. Við komum með vinnustöðvar fyrir alla.

Kóder.is eru hugsjónasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum. Með því að kynna forritun fyrir börnum og unglingum er verið að opna þeim nýjar dyr innan tölvuheimsins. Í stað þess að vera einungis neytendur á afþreyingarefni og tölvuleikjum efla þau eigin rökvísi, sköpunargáfu og læra vandamálagreiningu frá unga aldri.

Námskeiðið er á vegum Kóder og kostar 10.000 kr.

Athugið að námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þátttöku.

Skráning á námskeið

 

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 26. júní 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

17:00