Myndasögusamkeppni

Frá því árið 2009 hafa Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Nexus, staðið fyrir myndasögusamkeppni og -sýningu fyrir ungt fólk. Samkeppnin fer fram í apríl og er sýning á verkunum sett upp í maí.

Þema keppninnar árið 2017 er MANGA, í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að myndasagan One Piece eftir hinn japanska Eiichiro Oda hóf göngu sína. Sagan um sjóræningjann upprennandi Monkey D. Luffy er enn í fullum gangi og af sölutölum að dæma er hún einfaldlega vinsælasta manga veraldar. 

Keppnin er ætluð fólki á aldrinum 10-20 ára. Sögunum má skila á Borgarbókasafnið í Grófinni, merktum MANGA 2017. Hámarkslengd er tvö A4 blöð eða eitt A3 blað en annars er aðferðin frjáls.

Síðasti skiladagur myndasagna er 28. apríl næstkomandi. Úrslit verða tilkynnt og verðlaun afhent þann 6. maí, ókeypismyndasögudaginn, og um leið opnar sýning á þeim sögum sem berast í keppnina í Borgarbókasafninu í Grófinni. Verðlaunin veita Myndlistarskólinn í Reykjavík og Nexus.

Nánari upplýsingar veitir Björn Unnar Valsson verkefnastjóri bókmennta, bjorn.unnar.valsson@reykjavik.is