Minecraft og forritun fyrir 9-12 ára

Kóder, Minecraft, forritun, leikir

Minecraft og forritun | Tækni- og tilraunaverkstæði

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Mánudaginn 8. maí klukkan 14.30-16.30

Á síðasta mánudags tilraunaverkstæði vorsins munu leiðbeinendur Kóder kynna smátölvuna Raspberry Pi og Minecraft forritun. Þátttakendur munu kynnast forritunarmálinu Python og nota það til að búa til margt skrítið og skemmtilegt í hinum sívinsæla leik Minecraft. Um tveggja tíma námskeið er að ræða.

Ekki þarf að skrá sig á viðburðinn en ef margir koma gætu þáttakendur þurft að deila tölvum. 

Námskeiðið er ætlað 9-13 ára krökkum.

Samtökin Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og vill gefa sem flestum tækifæri til að kynnast ólíkum hliðum tækni.

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir, deildarbókavörður
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is 
411 6230

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 8. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

16:30