Minecraft og forritun fyrir 9-12 ára

Kóder, Minecraft, forritun, leikir

Minecraft og forritun | Tækni- og tilraunaverkstæði | Tveggja tíma námskeið  

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Mánudaginn 29. maí kl. 14.30-16.30

Síðasta tækni- og tilraunaverkstæði vorannar með leiðbeinendum frá Kóder fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára verður haldið þennan dag. Hægt verður að læra um smátölvuna Raspberry Pi, Minecraft forritun og ýmislegt fleira. Ef þátttaka er mikil gæti þurft að samnýta tölvur og skiptast á. Gott er að koma með USB lykil svo hægt sé að taka verkefnin með sér heim.

Frábært tækifæri fyrir krakka að kynnast, fikta og læra saman um spennandi tækni og forritun og hvað sé hægt að skapa með henni.

Samtökin Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. 

Allir krakkar velkomnir og aðgangur ókeypis!

Nánari upplýsingar veitir:

Arna Björk Jónsdóttir
arna.bjork.jonsdottir [at] reykjavik.is 
411 6182

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 29. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

16:30