Minecraft og forritun fyrir 9-12 ára

Kóder, Minecraft, forritun, leikir

Minecraft og forritun | Tækni- og tilraunaverkstæði | Tveggja tíma námskeið

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Mánudaginn 15. maí klukkan 14.30-16.30

Annan hvern mánudag til maíloka verður boðið upp á ókeypis tækni- og tilraunaverkstæði í Gerðubergi með leiðbeinendum frá Kóder og Borgarbókasafni fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Aðra daga geta krakkar komið á eigin vegum og hafa þá  aðgang að tölvum og geta fiktað sig áfram í forritunarleikjum og æft það sem þeir hafa lært.

Mánudaginn 15. maí verður hægt að læra um smátölvuna Raspberry Pi, Minecraft forritun og ýmislegt fleira á tveggja tíma námskeiði. Ef þátttaka er mikil gæti þurft að samnýta tölvur og skiptast á.

Samtökin Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og hefur fest kaup á tölvum og tæknibúnaði í þeim tilgangi. 

Allir 9-12 ára krakkar velkomnir og aðgangur ókeypis!

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is 
Tel.: 411 6182

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 15. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

16:30