MANGAMANGA | Myndasögusýning og -samkeppni

Nokkar myndasögur sem bárust í keppnina DRAUMAR árið 2015

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
6. maí - 4. júní 2017

Myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík, í samstarfi við Nexus, stendur nú yfir. Þetta er í níunda skiptið sem samkeppnin er haldin.

Skilafrestur er til 28. apríl, allar nánari upplýsingar um keppnina má finna hér á vefnum.

Laugardaginn 6. maí kl. 15 opnar í Grófinni sýning á þeim sögum sem berast í keppnina. Um leið verður tilkynnt um úrslit keppninnar og verðlaun afhent.

Við hvetjum þátttakendur, vini og aðstandendur til að mæta en allir eru velkomnir.

Þema keppninnar í ár er MANGA, í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að myndasagan One Piece eftir hinn japanska Eiichiro Oda hóf göngu sína. Sagan um sjóræningjann upprennandi Monkey D. Luffy er enn í fullum gangi og af sölutölum að dæma er hún einfaldlega vinsælasta manga veraldar. 

En hvað er manga? Manga er að uppruna japanska orðið fyrir myndasögu, en er nú notað til að vísa til myndasagna sem eru í fyrsta lagi japanskar eða eftir japanska höfunda, og fylgja í öðru lagi ákveðinni fagurfræði sem varð til þar í landi við lok nítjándu aldar. Fyrir hinn almenna lesanda skiptir þjóðerni höfundarins sennilega minna máli en sjálf myndasagan, og orðið manga gæti því kallað fram hugmyndir um persónusköpun, flæði sögunnar, húmor o.fl. sem greinir manga frá hefðbundnum evrópskum og bandarískum myndasögum. Á Borgarbókasafninu er manga skilgreindur flokkur innan myndasögudeildanna, á borð við glæpasögur, ofurhetjusögur og evrópskar myndasögur, og sérlega vinsæll meðal safngesta. 

Nánari upplýsingar veitir:
Björn Unnar Valsson
bjorn.unnar.valsson [at] reykjavik.is (subject: Myndas%C3%B6gusamkeppni%202017)
s. 411-6118

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 6. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:00