Mamma og Malli I | Opnun myndlistarsýningar

Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir

Myndlistarsýning mæðgina Jóhönnu Steinunnar Hjálmtýsdóttur og Marlons Pollocks.

Mæðginin Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir og Marlon Pollock sýna í Borgarbókasafninu Kringlunni í september og október. Þau eru íbúar í hverfinu, listamenn af guðs náð og haldin miklum sköpunarkrafti sem birtist jafnt í tónlist sem og í myndlist.

Á sýningunni Mamma og Malli munu mæðginin sýna teikningar, sem unnar hafa verið á undanförnum árum. Jóhanna Steinunn ríður á vaðið og opnar sýning hennar föstudaginn 16. september kl. 17. Sýning hennar stendur til 6.október. Sýning Marlons opnar svo fimmtudaginn 13. október kl. 17  og stendur til 3. nóvember. Við báðar opnanir verður flutt tónlistaratriði.

Jóhanna Steinunn um sinn hluta sýningarinnar:

Þessar teikningar hafa verið gerðar síðastliðin tvö ár, yfirleitt á sunnudögum, þegar að ég fæ frið og ró til að detta í þessa teiknivinnu, sem ég elska út af lífinu. Yndislegar stundir við eldhúsborðið og kveikt á Gufunni. Ég verð að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn og á þennan hátt tekst mér að leysa hann úr læðingi.

Ég nota blýant og túss einfaldlega af því að það hentar vel þeirri aðstöðu sem að ég er með heima. 

Við opnun sýningarinnar er hugmyndin að spinna saman söng við hljóð frá Marloni, sem hefur unnið að raftónlistarsköpun frá unglingsaldri.

Hér má lesa um sýningu Marlons

005.JPG

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 16. september 2016

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:30