Ljúfir laugardagar | Húlladúllan

borgarbókasafnið menningarhús reykjavík city library Sólheimasafn börn children family fjölskylda culture house Húlladúllan húlla hula hoop

Komdu að húlla!

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Laugardaginn 26. maí kl. 12.00-14.00

Húlladúllan mætir á svæðið, slær upp stuttri húllasýningu þar sem hún sýnir hversu fjölbreytt og skemmtilegt húllahoppið er og býður viðstöddum í húllafjör!

Húllafjörið er húllasmiðja fyrir alla. Þáttakendum er boðið að koma og prófa að húlla og Húlladúllan mun gefa góð ráð og kenna skemmtileg trix. Engrar kunnáttu er krafist til þess að vera með og þátttakendur læra á sínum hraða. Húllahopp hentar bæði börnum og fullorðnum og er fyrirtaks leið fyrir fjölskylduna að skemmta sér saman.

Húlladúllan verður með húllahringi; hringi fyrir fullorðna og börn og nokkra risahringi. Einnig verður hún með kínverska snúningsdiska og blómaprik.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Góða skemmtun!

Nánari upplýsingar veita:
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, deildarbókavörður.
Netfang: sigrun.jona.kristjansdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411-6160

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 26. maí 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

14:00