Ljósmyndasýningin BIÐ

LJósmyndasýningin BIÐ

Ljósmyndasýningin BIÐ

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
14/10 - 5/11
Sýningaropnun: 14. október kl. 15

Ljósmyndsýningin BIÐ er afrakstur samstarfsverkefnis Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tilgangur verkefnisins var að gefa fólki í leit að alþjóðlegri vernd tækifæri til að tjá sig með ljósmyndun. Sjálfboðaliðar Rauða krossins tóku líka þátt í verkefninu.

Hópurinn hefur síðustu þrjá mánuði sótt námskeið hjá Ragnari Visage, ljósmyndara og sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum og sótti m.a. innblástur í vettvangsferðum í Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Þjóðminjasafn Íslands. Tækjakostur var af skornum skammti en þátttakendur áttu síma með myndavél sem urðu þannig verkfærin sem notuð voru við vinnslu verkefnisins.

Í sýningunni fá gestir innsýn í daglegt líf þeirra sem bíða eftir niðurstöðu umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd.

Sumum þátttakendanna hefur verið vísað úr landi, og eru þeirra myndir því ekki
hluti af þessari sýningu.

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir
droplaug.benediktsdottir [at] reykjavik.is 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 14. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:00