Ljóðaslamm

Ljóðaslamm var einn af árlegum viðburðum á Borgarbókasafninu. Á árunum 2008-2015 fór keppnin fram í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt og var ætluð ungu fólki á aldrinum 15-25 ára. Ákveðið var þema fyrir hvert ár, s.s. spenna, hrollur, væmni, myrkur og bilun. Slammið árið 2017 var haldið í Tjarnarbíói þann 30. mars. Hægt er að sjá upptökur, myndir og frekari upplýsingar um slömm síðustu fimm ára með því að smella á ártölin hér til hliðar, upptökur af slömmunum allt frá upphafi má finna á youtube-síðu Borgarbókasafns.

  • Ljóðaslamm 2014 - Mynd: Markús Már Efraím
  • Ljóðaslamm 2014 - Mynd: Markús Már Efraím
  • Ljóðaslamm 2014 - Mynd: Markús Már Efraím
  • Ljóðaslamm 2014 - Mynd: Markús Már Efraím