LittleBits | Tilraunaverkstæði

littleBits rafmagnskubbar, Kóder

LittleBits |Tækni- og tilraunaverkstæði

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardaginn 8. apríl klukkan 13.00-14.00 og 14:00- 15:00

Við bjóðum krakka og fjölskyldur velkomin á opið tækni- og tilraunaverkstæði í Spönginni. Þar munu leiðbeinendur Kóder kynna littleBits sem er nokkurskonar tæknilegó. Með því að raða saman ólíkum kubbum er hægt að búa til dyrabjöllu, kitluvél, hitamæli og vél sem blæs sápukúlum. 

Til að sem festir fái færi á að fikta og spreyta sig verða tvö klukkutíma námskeið. Annað hefst klukkan 13:00 og hitt klukkan 14:00.

Frábært tækifæri fyrir krakka, og ekki síst forráðamenn þeirra, að kynnast nýrri tækni og fikta í henni.

Samtökin Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is 
411 6230

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 8. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

15:00