LittleBits smiðja í Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt.

Smiðjur safnsins eru ætlaðar börnum á aldrinum 9-13 ára.
Smiðjurnar fara fram eftir skóla alla þriðjudaga frá 14:30 - 16:30 og eru opnar öllum.

 

Þriðjudaginn 17. október verður smiðja í LittleBits sem eru litlir kubbar sem hægt er að tengja saman og byggja skemmtileg verkefni. Kubbarnir eru tengdir við rafhlöðu sem leiðir straum milli kubbana og virkjar hina ýmsu virkni kubbana eins og blikkljós, viftur og öxla.

Sjón er sögu ríkari!

Viðburðinn á facebook má sjá hér

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 17. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

16:30