Listamannaspjall | Derek Karl Mundell

Derek Karl Mundell - Listamannaspjall í Gerðubergi

Leiðsögn um sýninguna Gróður elds og ísa

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Sunnudaginn 29. október kl. 14

Derek Karl Mundell opnaði sýningu á vatnslitaverkum sínum í Gerðubergi 9. september sl. Hann bíður gesti velkomna á leiðsögn um sýninguna. 

Mosaþembur eru yrkisefni flestra mynda á sýningunni en þar eru líka vetrarmyndir þar sem ætla verður að mosinn liggi undir snjó og bíði vorkomunnar. 

Málun með vatnslitum byggist líka á samspili birtu og skugga og áhrifum vatns er það bleytir pappírinn. Þess vegna geta vatnslitir öðrum efnum fremur fangað þessi fíngerðu en þó dramatísku litbrigði þegar vel tekst til. Sýningin lýsir glímunni við þetta verkefni.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um sýninguna og listamanninn...

Nánari upplýsingar:

Ninna Margrét Þórarinsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: ninna.margret.thorarinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6170

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 29. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00