Lestu betur - lestraráskorun Borgarbókasafnsins

Skortir þig áræðni í bókavali? Viltu víkka sjóndeildarhringinn? Dagarðu uppi í sömu hillunni á bókasafninu? Taktu lestraráskorun Borgarbókasafnsins og kynntu þér nýtt og spennandi lesefni sumarið 2017!  Borgarbókasafnið skorar á lestrarhesta að taka lestraráskorun Borgarbókasafnsins sumarið 2017, Lestu betur! Áskorunin er í tveimur þrepum - fjórar bækur eða átta - svo fólk geti sniðið sér stakk eftir vexti. 

1. þrep:

  • Lestu sögulega skáldsögu sem gerist á Íslandi
  • Lestu bók sem fjallar um reynslu innflytjenda
  • Lestu ljóðabók eftir íslenskt skáld undir þrítugu
  • Lestu norræna glæpasögu

2. þrep:

  • Lestu smásagnasafn
  • Lestu skáldsögu sem gerist í seinni heimssstyrjöld
  • Lestu skáldsögu eftir höfund frá Asíu
  • Lestu íslenska skáldævisögu (á mörkum skáldskapar og æviminninga)

Starfsfólk safnanna er boðið og búið að hjálpa til við val á lesefni. Lestrarhestar eru hvattir til að deila bókavali sínu og myndum af yndislestrarstundum á Instagram og merkja þær með myllumerkjunum#sumarlestur2017 og #lestubetur, til þess að eiga möguleika á að vinna til verðlauna í sumarlok!