Leshringur Söguhrings kvenna

Leshringur fyrir allar konur 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi 
Þriðja hvern miðvikudag kl 19:30-21:00 

Að frumkvæði grasrótarinnar er konum boðið að koma og mynda leshring. Hópurinn ákveður í sameiningu hvaða bækur skal lesa, hvort ákveðið þema verður, hvaða staði, ef einhverja, á að heimsækja, hvort rithöfundum bókanna verður boðið að koma í leshringinn, eða hvort horft verður á kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir bókunum.

Þetta er mjög opinn og óformlegur leshringur sem mun byggjast á samfélagi kvenna með það að markmiði að fagna bókum og bókmenntum.

Ós pressan heldur utan um hópinn og enn er pláss fyrir fleiri konur. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á Ós Pressuna: ospressan [at] gmail.com

Söguhringur kvenna
Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Listræn sköpun er notuð sem tjáningarform í hringnum en einnig er boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Hringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt. 

Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt, meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og tónlistarsmiðjur. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Dagskrá Söguhrings kvenna haustið 2018

Söguhringur kvenna á Facebook

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.si
S: 411-6182