Leshringur í Kringlu | Sælir eru einfaldir

Leshringurinn Sólkringlan, Borgarbókasafnið

Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Fimmtudaginn 17 maí kl. 17:30 - 18.30

Leshringurinn Sólkringlan hittist þriðja fimmtudag hvers mánaðar í Kringlunni. Þema vorsins 2018 er fullveldisárið 1918.

Bók maímánaðar er Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson. Hún er ein af þremur skáldsögum sem hann skrifaði í skugga fyrri heimstyrjaldarinnar þar sem hann hverfur frá sveitarómantíkinni og fjallar um lífið í þéttbýli. Hún kom út á dönsku og íslensku árið 1920 og var þýdd á þýsku og ensku og lofuð sem eitt af meistarverkum norrænna bókmennta þó að hún sé ekki lengur ein af þekktari bókum hans.

Umsjón:
Guttormur Þorsteinsson bókavörður, guttormur.thorsteinsson [at] reykjavik.is, S: 411 6204

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 17. maí 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30

Viðburður endar: 

18:30