Leikum okkur með menningararfinn | Námsstefna

Leikum okkur með menningararfinn námsstefna Gerðuberg Borgarbókasafnið

Námsstefna um leikjavæðingu náttúru- og menningararfs

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Föstudaginn 16. mars kl. 9.30 - 16.00
Ráðstefnan er öllum opin og þátttaka er án endurgjalds.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ DAGSKRÁNA OG SKRÁ ÞIG Á RÁÐSTEFNUNA

Leikjavæðing (gamification) er hugtak sem hefur rutt sér til rúms við framsetningu og miðlun á upplýsingum og fræðsluefni. Skólar, söfn og fyrirtæki nýta í auknum mæli snjallsíma og tölvur til nálgunar á viðfangsefni sín með aðstoð aðferðafræði og tækni úr heimi tölvuleikja. 

Á þessari námsstefnu verður skoðað hvernig nýjar aðferðir og ný tækni geta nýst þeim sem vinna að miðlun náttúru- og menningararfs til almennings, nemenda og ferðamanna og hvernig menningararfurinn getur orðið innblástur fyrir leikjaframleiðendur.

Flutt verða erindi sem gefa innsýn í þá möguleika sem eru til staðar, eins og sýndarveruleika (VR) og viðaukinn veruleika (AR). Þá verða haldnar vinnustofur þar sem þátttakendum gefst færi á að kynnast ákveðinni tækni betur. Jafnframt verða umræðuhópar um framtíðarsýn og stefnu og hvernig minjageirinn og tölvuleikjageirinn geta unnið saman að nýjungum á þessu sviði.

Erindi verða flutt á ensku en vinnustofur og umræðuhópar verða bæði á íslensku og ensku.  

Í tengslum við námsstefnuna verður opnuð sýning um tölvuleiki í Gerðubergi.

Námsstefnan er haldin í samvinnu við verkefnið Tenging náttúru- og menningarminja í umhverfi Norðurslóða (CINE) sem miðar að því að bæta við upplifun fólks á minjum með því að nýta nýjar tæknilausnir í anda hugmyndafræði um „safn án veggja“. CINE er samstarfsverkefni níu aðila og tíu aukaaðila frá Noregi, Íslandi, Írlandi og Skotlandi og nýtur styrks frá Norðurslóðaáætlun (NPA) Evrópusambandsins (Northern and Arctic Periphery Programme (ERDF). 

Að námsstefnunni standa m.a.: Borgarbókasafnið, Gunnarsstofnun, Háskóli Íslands, Locatify, Minjastofnun Íslands, Samtök tölvuleikjaframleiðendaTækniskólinn og Þjóðminjasafn Íslands.

Í tilefni námsstefnunnar verður opnuð sýning í Gerðubergi helguð hönnun íslenskra tölvuleikja, en frekari upplýsingar um hana má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir:
Skúli Björn Gunnarsson
Netfang: skuli [at] skriduklaustur.is

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 16. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

09:30

Viðburður endar: 

16:00