Leikhúskaffi | 1984

1984

Fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:30 verður fyrsta leikhúskaffi vetrarins í Borgarbókasafninu Kringlunni. Að þessu sinni verður leikritið 1984 til umfjöllunar. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar, og Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmyndahönnuður, segja gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á sýningunni. Í kjölfarið verður rölt yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum 10% afsláttur af miðum á 1984.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, gudridur.sigurbjornsdottir [at] reykjavik.is, s. 6912946

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 31. ágúst 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30

Viðburður endar: 

18:30