Leikandi laugardagur | Barnabókarútgáfuhóf og búningar

borgarbókasafnið menningarhús reykjavík city library spöng börn Veróníka Björk Gunnarsdóttir children family fjölskylda culture house bók book Herra blýantur og litadýrð Mr Pencil Grímubúningar búningar customes

Útgáfuhóf | Herra blýantur og litadýrð

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardaginn 17. mars kl. 13 -15

Litríkt bókahóf verður haldið í Borgarbókasafni í Spönginni í tilefni af útgáfu barnabókarinnar Herra blýantur og litadýrð.

Höfundur bókarinnar er Veróníka Björk Gunnarsdóttir og er þetta fyrsta bók hennar.

Herra blýantur er sérfræðingur í öllum litum regnbogans og honum er ekkert dýrmætara en að geta kennt krökkum á öllum aldri um litina.

Allir eru hjartanlega velkomnir í hófið og verður kaffi á könnunni ásamt djúsi og ávöxtum fyrir lítil kríli. Einnig geta yngstu gestirnir brugðið sér í búninga af ýmsu tagi. 

Bókin verður til sölu staðnum fyrir þá sem vilja næla sér í eintak.

Herra blýantur hlakkar til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega degi.

Nánari upplýsingar veita:

Herdís Anna Friðfinnsdóttir s. 411 6230
herdis.anna.fridfinnsdottir [at] reykjavik.is 

Veróníka Björk Gunnarsdóttir s. 6954966
https://www.facebook.com/Herra-blýantur-og-litadýrð-176519649628606/

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 17. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

15:00