Legó- og búningadagur

 legódagur, búningadagur, legó

Legó- og búningadagur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Sunnudagurinn 7. maí kl. 12:30 - 15:30 

Legókubbar hafa verið vinsælir í rúmlega 60 ár, enda fá leikföng sem eru jafn góð í að virkja sköpunargáfu krakka á öllum aldri. Með litríka kubbana í höndunum fær hugmyndaflugið virkilega að ráða för. Svipaða sögu má segja um búninga, þeir eru bæði þroskandi og eflandi fyrir hugmyndaflugið.

Það er því tilvalið að kíkja til okkar í Árbæinn, máta búninga sem eru á staðnum og skapa ævintýraheima með legókubbum. Þess á milli má skoða skemmtilegar bækur og blöð, jafnvel fá fleiri hugmyndir þaðan sem hægt er að fá útrás fyrir með kubbunum. Foreldrar eru velkomnir með og geta fengið sér kaffibolla á meðan krakkarnir leika sér.
Eða tekið þátt í að kubba.

Allir velkomnir í fjörið!

Nánari upplýsingar veitir:
Nánari upplýsingar veitir: Halldór Marteinsson
halldor.marteinsson [at] reykjavik.is

 

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 7. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

16:00