Landið rétt fyrir ofan regnbogann

Landið rétt fyrir ofan regnbogann.

List án landamæra | Landið rétt fyrir ofan regnbogann.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
16. mars - 9. apríl 2017

Á sýningunni Landið rétt fyrir ofan regnbogann munu ellefu listamenn úr Vinnustofu Myndlistarskólans í Reykjavík sýna yfirlit nýlegra verka. Í Vinnustofunni geta meðlimir annars vegar unnið sjálfstætt að list sinni undir handleiðslu kennara sem allir eru myndlistamenn. Hins vegar er boðið uppá kennslu í tækni, efni og aðferðum fyrir nýja meðlimi eins og hentar hverju sinni. 

Vinnustofan er því sérsniðið að þörfum hvers og eins og skapar vettvang til tilrauna, samtals og þróunar í listsköðun hvers og eins. Margir meðlimir í Vinnustofunni hafa verið virkir í listsköpun lengi vel og sýnt verk sín t.a.m. á vettvangi Listar án landamæra og í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Aðrir hafa verið styttra í Vinnustofunni en eru að þróa áhugaverðan og sjálfstæðan stíl í sinni listsköpun.

Sýningin er fyrsta sýning í röð vorsýninga Listar án landamæra árið 2017 og stendur til 9. apríl.

Meðlimir í Vinnustofu eru:

Ingi Hrafn Stefánsson
Ásgeir Ísak Kristjánsson
Kolbeinn Jón Magnússon
Guðmundur Stefán Guðmundsson
Hringur Úlfarsson
Lára Lilja Gunnarsdóttir
Sigurður Reynir Ármannsson
Elín S. M. Ólafsdóttir
Arna Ýr Jónsdóttir
Valdimar Leí Vesterdal
Gígja Garðarsdóttir

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6115   

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 9. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

18:30