Lífsstílskaffi | Göngusumarið 2017

Lífsstílskaffi | Göngusumarið 2017

Lífsstílskaffi | Göngusumarið 2017

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 5. apríl kl. 20 

Á síðasta lífsstílskaffi vorsins verður hinn þaulvani göngugarpur Einar Skúlason með hugleiðingar og spjall um útbúnað, líkamlegt form og allar fjölbreyttu gönguleiðirnar í og við Reykjavík. 

Einar Skúlason er með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og MBA-gráðu. Hann stofnaði gönguhópinn Vesen og vergang árið 2011, hefur skrifað tvær bækur um gönguleiðir og starfrækir gönguappið Wapp - Walking app með gönguleiðum um allt land. 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Fyrir Lífsstílskaffið ætlar Einar að bjóða upp á gönguferð um Efra-Breiðholt. Við göngum 4-5 km um göngustíga og slóða efst í Elliðaárdal og í Breiðholtshlíðum og að lokum um Fellahverfið. Gengið verður af stað frá Gerðubergi kl. 18:20.

Umsjón:

Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri viðburða
inga.maria.leifsdottir [at] reykjavik.is
s. 411-6188

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 5. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00