Læsi milli skólastiga

Læsi milli skólastiga

Læsi milli skólastiga

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
18.- 30. apríl 2018

Börn frá Grandaskóla, Grandaborg, Ægisborg og Gullborg sýna afrakstur samvinnuverkefnis tengt læsi milli  elstu barnanna í þremur leikskólunum þremur og yngstu barnanna í Grandaskóla. Á þriðja ár hafa elstu börnin leikskólunum og yngstu börnin í Grandaskóla verið í samstarfi um að efla læsi með samvinnu skólastiganna. Aðferðin sem notuð er nefnist orðaspjallsaðferð en hún snýst um að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Í vetur var unnið með bókina „Hver er sterkastur?“ eftir Mario Ramos. Verkefnið snýst um að börnin velja og vinna með  orð úr sögunni sem þau telja áhugaverð og setja saman í eina stóra mynd. Með völdum orðum búa börnin einnig til orðafoss sem flæðir um glugga og niður á gólf Borgarbókasafnsins. Hver leikskóli hefur síðan unnið verk sem sýnir hvar áhugi barnanna liggur tengt sögunni sjálfri.

Opnun sýningarinnar verður miðvikudaginn 18. apríl kl. 15:30.

Sýningin er liður á Barnamenningarhátíð 2018 og stendur til 22. apríl.

Sýningin er opin öllum og fyrir alla aldurshópa, sýningin stendur frá 18-30. apríl. 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 30. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00