Kvikmyndir

Kvikmyndir, að meðtöldu sjónvarpsefni, hafa verið til útláns um áratugaskeið í Borgarbókasafni. Við innkaup á myndefni er áhersla lögð á að ná til sem flestra tegunda og efnissviða. Má þar telja fræðsluefni, íslenskar myndir, klassískt efni, barna- og fjölskyldumyndir, myndir á öðrum tungumálum en ensku og margt og margt fleira.

Kvikmyndir

Myndefnið er á mynddiskum (DVD) og líka er talsvert úrval af myndböndum (VHS) með íslenskum texta sem nú er orðið erfitt að nálgast.

Gott úrval kvikmynda er í öllum söfnunum en fjölbreyttast er það í tón- og mynddeild sem staðsett er á 5. hæð í Grófinni. Í deildinni eru líka til útláns fjöldi rita um kvikmyndir og kvikmyndagerð, að ógleymdum ævisögum kvikmyndagerðarfólks. Í Borgarbókasafninu í Kringlunni er og gott úrval rita um leiklist, þar með talinn kvikmyndaleik.

Hægt er að horfa á kvikmyndir á söfnunum í eigin tölvum.

Benda má líka á Kamesið, sem er lítið rými innan tón- og mynddeildar í Grófinni, þar sem sýndar eru kvikmyndir, efnt til kvikmyndahátíða og sýnt frá viðburðum svo sem á sviði íþrótta. Nánari upplýsingar um Kamesið gefur Sigurður Jakob Vigfússon, sigurdur.jakob.vigfusson@reykjavik.is.

Líkt og annan safnkost er hægt að fá myndefni sent milli safna Borgarbókasafns

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekin kvikmynd sé til í Borgarbókasafni. Ef svo er ekki er hægt að senda tillögu um að efnið verði keypt á safnið.