Kvöldganga um Hólavallagarð

  • Ljóðaganga í Hólavallagarði

Dagskrá kvöldgangna í Reykjavík hefst fimmtudagskvöldið 15. júní. Þá leiða þau Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir, bókaverðir og skáld, ljóðagöngu um Hólavallagarð, á vit genginna skálda. Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni kl. 20 en þaðan verður gengið í gamla kirkjugarðinn. 

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Hægt er að nálgast heildardagskrá kvöldgangna sumarið 2017 hér á vefnum.