Kvöldgöngur í Reykjavík

Hvað eru kvöldgöngur í Reykjavík?

Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga frá 9. júní til 18. ágúst.

Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, nema annað sé tekið fram.

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin!

Dagskrá sumarið 2016

Júní

Fyrir ofan garð og neðan
Borgarbókasafnið
Fimmtudag 9. júní kl. 20
Gengið verður um gróna reiti í miðbæ Reykjavíkur og dregin fram ljóð og sögur sem þangað sækja rætur.

List í almenningsrými I
Listasafn Reykjavíkur
Fimmtudag 16. júní kl. 20
Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir listgreinakennarar leiða göngu um útilistaverk í kringum Tjörnina með viðkomu í Hallargarðinum.

Myrkraverk um hábjarta nótt
Borgarbókasafnið
Fimmtudag 23. júní kl. 20
Spænska veikin, draugagangur, skotárásir, áflog og morð koma við sögu í bókmenntagöngu um myrkraverk í eldri og nýrri íslenskum bókmenntum.

Almenningsgarðar í Reykjavík
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Fimmtudag 30. júní kl. 20
Bragi Bergsson sagnfræðingur leiðir göngu um helstu almenningsgarða í miðbæ Reykjavíkur og stiklar á því helsta í sögu þeirra og þróun. Gangan hefst í Víkurgarði við styttu Skúla Magnússonar.

Júlí

Reykjavík Safarí
Fjölmenningarleg kvöldganga í boði allra safnanna
Fimmtudag 7. júlí kl. 20
Menningarlífið í miðborginni er kynnt á spænsku, pólsku, ensku, víetnömsku, portúgölsku og persnesku. Hvar eru leikhúsin, listasöfnin og aðrir skemmtilegir staðir? Hvað er í boði fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur?

List í almenningsrými II
Listasafn Reykjavíkur
Fimmtudag 14. júlí kl. 20
Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir listgreinakennarar leiða göngu um útilistaverk. Gengið verður um Lækjargötu, upp Bankastræti og um neðri hluta Þingholta.

List í almenningsrými III
Listasafn Reykjavíkur
Fimmtudag 21. júlí kl. 20
Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir listgreinakennarar leiða göngu um útilistaverk í Hljómskálagarði. Gangan hefst við Hljómskálann.

Leitin að Ingólfi
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Fimmtudag 28. júlí kl. 20
Bergsveinn Þórsson sagnfræðingur fjallar um hina löngu leit að Ingólfi landnámsmanni og veltir vöngum yfir því hvort leitað hafi verið á réttum stað, hvort Ingólfur hafi hreinlega ekki alltaf verið meðal vor. Leitin að Ingólfi hefst á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar.

Ágúst

Hinsegin
Borgarbókasafnið
Fimmtudag 4. ágúst kl. 20
Nú eru Hinsegin dagar í Reykjavík. Hér verður sjónum beint að hinsegin bókmenntum af hinum og þessum toga, hingað og þangað – en aðallega hingað.

Hún á afmæli í dag!
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Fimmtudag 11. ágúst kl. 20
Í tilefni af 230 ára afmæli Reykjavíkur munu Helga Maureen Gylfadóttir sagnfræðingur og Sveinn Enok Jóhannsson tenór leiða göngufólk um Kvosina með söng í hjarta og bros á vör.

Kaupstaðurinn
Í boði allra safnanna
Fimmtudag 18. ágúst kl. 20
Afmælishátíðin heldur áfram, í dag eru rétt 230 ár eru liðin frá því að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Af því tilefni leiðir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur göngu þar sem fjallað verður um sögu kaupstaðarins.

Athugið einnig göngur um Viðey valda sunnudaga í sumar kl. 13.30. Siglt er frá Skarfabakka samkvæmt áætlunarsiglingu.
Sjá nánar á borgarsogusafn.is.