Kvöldgöngur í Reykjavík

  • Horft til hafs eftir Inga Þ. Gíslason. Höggmyndin stendur við Gömlu höfnina í Reykjavík

Hvað eru kvöldgöngur í Reykjavík?

ATH breyttan tíma Hinsegin bókmenntagöngunnar: gangan verður farin föstudaginn 11. ágúst kl. 19 í stað þess sem fyrr var ætlað, til að forðast árekstur við opnunarhátíð hinsegin daga.

Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga frá 15. júní til 17. ágúst kl. 20.

Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 (sjá hér), nema annað sé tekið fram.

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin!

Dagskrá sumarið 2017

Júní

Ljóðin í garðinum 
Fimmtudag 15. júní | Borgarbókasafnið 
Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir, ljóðskáld og bókaverðir, leiða göngu um Hólavallakirkjugarð, á vit genginna skálda og rithöfunda. 

Himinninn yfir höfninni 
Fimmtudag 22. júní | Borgarsögusafn 
Jón Páll Björnsson sagnfræðingur leiðir göngu um Reykjavíkurkvosina og upphaf flugs á Íslandi. 

Höggmyndir Ásmundar Sveinssonar
Fimmtudag 29. júní | Listasafn Reykjavíkur
Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri leiðir göngu um höggmyndagarðinn umhverfis Ásmundarsafn. Frá garðinum verður síðan gengið um Laugardalinn þar sem má finna fjölmörg listaverk í almenningsrými.
Gangan hefst við Ásmundarsafn, Sigtúni (sjá hér). 

Júlí

Reykjavík safarí 
Fimmtudag 6. júlí | Fjölmenningarleg kvöldganga í boði allra safnanna 
Menningarlífið í miðborginni kynnt á sex erlendum tungumálum. Hvar eru leikhúsin, listasöfnin og aðrir skemmtilegir staðir? Hvað er í boði fyrir börn, fullorðna og fjölskyldur? 

Maraþaraborg 
Fimmtudag 13. júlí | Borgarbókasafnið 
Starfsfólk Borgarbókasafnsins leiðir göngu um Reykjavíkurhöfn. Höfnin fagnar 100 ára afmæli í ár en höfnin og hafið koma víða fyrir í íslenskum bókmenntum. 

Hernámsganga 
Fimmtudag 20. júlí | Borgarsögusafn 
Í þessari göngu verður fjallað um hernámið 10. maí 1940 og sagt frá ýmsum stöðum og fólki sem koma við sögu. 

Hvernig birtist íslensk myndlist ferðamanninum í miðbæ Reykjavíkur?
Fimmtudag 27. júlí | Listasafn Reykjavíkur
Þór Sigurþórsson myndlistamaður leiðir göngu um miðbæinn, þar sem skoðað verður hvernig íslensk myndlist birtist á  hótelum, börum og öðum stöðum sem aðallega eru sóttir af ferðamönnum.

Ágúst

Reykjavík sem ekki varð
Fimmtudag 3. ágúst | Borgarsögusafn 
Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur leiða göngu á milli bygginga og mannvirkja sem hefðu getað orðið. 

Hinsegin 
Föstudag 11. ágúst kl. 19 | Borgarbókasafnið — Athugið breyttan tíma!
Í tilefni hinsegin daga í Reykjavík leiðir starfsfólk Borgarbókasafnsins göngu um slóðir hinsegin bókmennta í miðborginni. 

Breiðholt – List í almenningsrými
Fimmtudag 17. ágúst | Listasafn Reykjavíkur
Myndlistamaðurinn Sara Riel leiðir göngu þar sem skoðuð verða nýleg listaverk í borgarlandslaginu m.a. verk eftir Erró, Ragnar Kjartansson og  Theresu Himmer. Veggmynd Söru Riel Fjöður var sett upp 2015 og stendur við Asparfell. 
Gangan hefst við Álftahóla 4-6 við veggmynd Erró (sjá hér).

Athugið einnig göngur um Viðey valda sunnudaga í sumar kl. 13.15. Siglt er frá Skarfabakka samkvæmt áætlunarsiglingu. Sjá nánar á borgarsogusafn.is.

Einnig er hægt að fylgjast með á síðunni facebook.com/kvoldgongur.