Kvæðalagaæfing Iðunnar

Kvæðalagaæfing

Kvæðalagaæfing hjá Iðunni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 4. apríl kl. 19:00

Við minnum einnig á félagsfund föstudaginn 6. apríl.

Að venju er fjölbreytt dagskrá á aprílfundinum.

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir mun flytja erindi um mæðginin Þorstein Valdimarsson og Guðfinnu Þorsteinsdóttur, sem hafði skáldanafnið Erla. Þá mun Magnea Einarsdóttir kveða rímur eftir Jón Rafnsson og Sigmundur Benediktsson flytja frumort ljóð.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 4. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:00

Viðburður endar: 

20:00