Klassík í hádeginu í Gerðubergi aflýst í dag vegna ófærðar

Vegna ófærðar á Reykjavíkursvæðinu frestum við hádegistónleikum með Nínu Margréti Grímsdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni, sem fyrirhugaðir voru í Gerðubergi kl. 13 í dag. Við biðjum gesti að fylgjast með á heimasíðu og facebook en tónleikarnir verða haldnir við fyrsta tækifæri og verður sú dagsetning auglýst vel á miðlum Borgarbókasafnsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda gestum okkar.