Kanntu að teikna veggspjald? | Smiðja fyrir 9-12 ára

mynd af veggspjaldi eftir Monika Starowicz

Hér fær hugmyndaflugið að njóta sín!

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Sunnudaginn 24. september, kl. 13.30 - 15.30
Ókeypis aðgangur!

Bjóðum hressa krakka á aldrinum 9-12 ára velkomna í smiðju þar sem listamennirnir Leszek Żebrowski, Sebastian Kubica og Monika Starowicz leiðbeina í veggspjaldagerð. Við kíkjum saman á sýninguna og fáum þar góðan innblástur til að skapa eigin veggspjöld sem búin verða til úr gömlum tímaritum og allskonar lituðum pappír. Allt efni á staðnum. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Boðið er upp á smiðjuna í tengslum við sýninguna Við skin Norðurljósa | Veggspjöld frá Póllandi. Sýningin er á dagskrá samnefndrar pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir frá 23. - 29. september.
Heimasíða hátíðarinnar...
Facebook síða hátíðarinnar...

Nánari upplýsingar:

Guðrún Dís Jónatansdóttir
Netfang: gudrun.dis.jonatansdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6115
 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 24. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

15:30