Kanntu að búa til öskupoka og bolluvönd?

Borgarbóksafnið, í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður upp öskupoka- og bolluvandagerð. Krökkum á öllum aldri er boðið að taka þátt í föndursmiðjunni – og það má taka mömmu og pabba eða afa og ömmu með! Í smiðjunni eru gerðir öskupokar og bolluvendir eftir öllum kúnstarinnar reglum. Verkefnið er við allra hæfi, auðvelt, skemmtilegt og undir leiðsögn sérfróðra. 

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur lifa lengi í minningunni! Að flengja foreldrana og aðra fullorðna að morgni bolludags og segja „bolla, bolla“ og fá jafnmargar bollur að launum síðar um daginn ásamt því að hengja öskupoka aftan á bak einhvers, án þess að viðkomandi verði þess var, eru gamlir og skemmtilegir siðir.

Bolluvendi er auðvelt að útbúa en þeir eru gjarnan gerðir úr löngum prikum og litríkum pappírsræmum. Öskupokar eru litlir skrautlegir pokar sem dregnir eru saman með þræði sem í er hengdur boginn títuprjónn. Markmiðið er að næla öskupokanum aftan á bakið á einhverjum án þess að fórnarlambið taki eftir því.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: thorbjorg.karlsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6129 og 664 7715

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 26. febrúar 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:30