Kött Grá Pje sér um sögusmiðju

Sögusmiðja Kött Grá Pje

Kött Grá Pje sér um sögusmiðju fyrir 9-12 ára

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Miðvikudaginn 14. mars kl. 16-18

KrakkaRÚV efnir til sögusamkeppni fyrir krakka. Sagan má vera um hvað sem er, gerast hvar sem er, um hvern sem er og hvað sem er má gerast: Þú ert rithöfundurinn! Af þessu tilefni mun Atli Sigþórsson, öðru nafni Kött Grá Pje, vera í Borgarbókasafninu í Spönginni og aðstoða 9-12 ára krakka við að semja sögur sem má senda inn í sögusamkeppnina.

Dómnefnd frá KrakkaRÚV velur bestu sögurnar sem Menntamálastofnun gefur út í rafbók í lok apríl í tengslum við Barnamenningarhátíðina í Reykjavík. Sögusmiðja í Spönginni verður haldin 8., 12., 14., 20. og 22. mars frá kl. 16-18. Til að skrá sig skal senda nafn og aldur á Sigrun.Antonsdottir [at] reykjavik.is.

Síðasti dagur til að skila inn sögum er 31. mars.

Nánari upplýsingar veitir:
Herdís Anna Friðfinnsdóttir og Sigrún Antonsdóttir 
Herdis.Anna.Fridfinnsdottir [at] reykjavik.is  Sigrun.Antonsdottir [at] reykjavik.is 
Sími: 411 6230

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 14. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

18:00