LittleBits | Tilraunaverkstæði

littleBits rafmagnskubbar, Kóder

LittleBits | Tækni- og tilraunaverkstæði | Tveggja tíma námskeið

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Laugardaginn 1. apríl klukkan 13.30-15.30

Við bjóðum krakka og fjölskyldur velkomin á opið tækni- og tilraunaverkstæði í Gerðubergi. Þar munu leiðbeinendur Kóder leiða gesti í tæknifikt og uppfinningaleik með littleBits. LittleBits eru litlir litríkir rafmagnskubbar með mismunandi virkni. Hægt er að festa þá saman og skapa eitthvað stórt eða smátt úr þeim. Ef þátttaka er mikil gæti þurft að samnýta settin, vinna saman í minni hóp eða skiptast á. Gott er að koma með USB lykil svo hægt sé að taka verkefnin með sér heim.

Frábært tækifæri fyrir krakka, og ekki síst forráðamenn þeirra, að kynnast og læra saman um spennandi tækni og hvað sé hægt að skapa með henni.

Samtökin Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

Nánari upplýsingar veitir:

Arna Björk Jónsdóttir
arna.bjork.jonsdottir [at] reykjavik.is 
411 6182

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 1. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

15:30