Kóder | Sonic Pi smiðja í Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt.

Smiðjur safnsins er starfræktar í samstarfi við félagasamtökin Kóder og eru ætlaðar börnum á aldrinum 9-13 ára.
Smiðjurnar fara fram eftir skóla alla þriðjudaga frá 14:30 - 16:30 og eru opnar öllum.

 

Kóder

Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. Sjá nánar á http://www.koder.is/is/

 

Þriðjudaginn 26. september munu krakkarnir frá Kóder leiða okkur inn í spennandi heim Sonic Pi, þar sem við lærum að forrita okkar eigin tónlist eða tónlist eftir aðra með tónlistaforritinu.

Gott er að koma með USB lykil svo hægt sé að taka verkefnin með sér heim.

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 26. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

16:30