Kóder |Scratch smiðja í Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Kóder |Scratch smiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Þriðjudaginn 13. mars kl. 14:30-16:00

Scratch

Þriðjudaginn 13. mars mun leiðbeinandi frá Kóder kenna okkur allt sem við þurfum að vita um forritunarleikinn Scratch. Fyrir þá sem hafa ekki prófað Scratch þá er það forritunarleikur þar sem markmiðið er að forrita köttinn Scratch til að leika allskyns kúnstir. Kötturinn Scratch er óttalega ósjálfbjarga og getur því ekki gert neitt sjálfur þess vegna þurfum við að kenna honum að gera allt frá grunni. Ekki missa af tækifærinu til að aðstoða Scratch að verða betri köttur.
Scratch er leikur þar sem undirstöður í forritun eru kenndar á skemmtilegan og einfaldan hátt.

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt.

Smiðjur safnsins er starfræktar í samstarfi við félagasamtökin Kóder og eru ætlaðar börnum á aldrinum 9-13 ára.
Smiðjurnar fara fram eftir skóla alla þriðjudaga frá 14:30 - 16:00 og eru opnar öllum.

 

Kóder

Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. Sjá nánar á http://www.koder.is/is/

Eins er bent á að þetta er þriðja smiðjan af fjórum í Scratch, síðasta smiðjan fer fram 20. mars

Viðburðinn á facebook má sjá hér.

Nánari upplýsingar veitir: 

Andri M. Kristjánsson
andri.mar.kristjansson [at] reykjavik.is
411-6187 / 411-6175

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 13. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

16:00