Kóder |Makey Makey smiðja í Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Kóder |Makey Makey smiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Gerðuberg 3-5
Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 14:30-16:30

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt.

Smiðjur safnsins er starfræktar í samstarfi við félagasamtökin Kóder og eru ætlaðar börnum á aldrinum 9-13 ára.
Smiðjurnar fara fram eftir skóla alla þriðjudaga frá 14:30 - 16:30 og eru opnar öllum.

 

Kóder

Kóder hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn og unglinga í ýmiss konar forritun og starfa þau af mikilli hugsjón um að öll börn eigi að hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem felst í forritun - tæknikunnáttu og tæknilæsi. Borgarbókasafnið deilir þeirri hugsjón að tæknilæsi sé ákaflega mikilvægur þáttur í menntun barna og mun leitast við að styðja það á komandi misserum. Sjá nánar á http://www.koder.is/is/

 

Þriðjudaginn 14. nóvember mun leiðbeinandi frá Kóder leiða okkur inn í spennandi heim Makey Makey, þar sem við lærum að stjórna tölvunum okkar á frumlegan og skapandi máta. Með því að nota makey makey er hægt að stjórna tölvunni með fjölbreyttum verkfærum s.s. leir eða ávöxtum.

Viðburðinn á facebook má sjá hér

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda póst á fiktadumeira [at] borgarbokasafn.is eða hringja í síma 411-6175

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 14. nóvember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:30

Viðburður endar: 

16:30