Jazz í hádeginu tilnefnt til íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki jazz og blús

  • Íslensku tónlistarverðlaunin Leifur Gunnarsson Borgarbókasafnið

Í lok febrúar var tónlistarviðburðurinn Jazz í hádeginu tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki jazz og blús. . Tónleikaröðin hefur verið í gangi í fjögur ár, fyrst í Gerðubergi en nú einnig í Borgarbókasafninu Grófinni og Spönginni. Markmið tónleikaraðarinnar er að færa tónlistina út í hverfi borgarinnar. 

Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari er listrænn stjórnandi dagskrárinnar en hann er jafnframt á meðal flytjenda. Hann fær til liðs við sig ýmsa tónlistarmenn úr jazz-senunni sem saman flytja tónlist undir ákveðinni yfirskrift.