Jazz í hádeginu | Sungið við sóló meistaranna

Stína Ágústsdóttir

Jazz í hádeginu | Sungið við sóló meistaranna

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardaginn 13. janúar kl. 13.15-14

Stína Ágústsdóttir – söngur
Kjartan Valdemarsson- píanó
Leifur Gunnarsson – kontrabassi
Matthías Hemstock- trommur
 

Á fyrstu tónleikum ársins í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu flytur Stína Ágústsdóttir vókalísur við valin sóló sem flytjendur á borð við Cannonball Adderley, Duke Ellington, Wynton Kelly, Miles Davis, Charlie Parker og Wardell Gray hljóðrituðu á sínum tíma. Vókalísur eru sóló sem settur er nýr texti við. Ekki er vitað til að þetta hafi verið gert áður á Íslandi á þennan hátt og því er hér um einstakan viðburð að ræða.

Árið 2007 gaf Stína út sína fyrstu sólóplötu, Stina August, sem tekin var upp í Toronto með nokkrum af fremstu jazzhljóðfæraleikurum Kanada. Önnur sólóplata Stínu, Concrete World, kom út á Íslandi árið 2010 með lögum eftir Jóhann G. Jóhannsson í útsetningu og með textum eftir Stínu og Maury LaFoy (K-os, Jann Arden, Michael Bublé).  

Söngkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar þriðju plötu, Jazz á íslensku, en platan samanstendur af sígildum jazzlögum á íslensku. Stína hefur samið textana sjálf og fengið hjálp við yfirlestur frá einu ástsælasta skáldi þjóðarinnar, Þórarni Eldjárn. Með Stínu á plötunni leikur einvalalið tónlistarmanna, þau Sigurður Flosason saxófónleikari, Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari, Einar Scheving trommari og Þorgrímur Jónsson bassaleikari.

Platan var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besta platan í flokki jazz- og blústónlistar. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram: „Glæsilegt framtak og mikilvæg viðbót við jazzflóru Íslands. Hnyttnir og skemmtilegir textar sem komið er vel til skila. Söngurinn er einlægur og glettinn á köflum.“ 

Jazz á íslensku á Spotify 

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6189

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 13. janúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:15

Viðburður endar: 

14:00