Japan | Sýning á veggspjöldum

Japan, veggspjaldasýning

Sýning á japönskum veggspjöldum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
10. janúar - 25. febrúar 2017

Japan hefur löngum haft yfir sér framandi dulúðugan blæ. Kirsuberjatré í fullum skrúða, garðar þar sem hver fersentimetri er skipulagður, prúðbúnar geishur, forn hof, tesiðir og samurai hermenn. Sumt af þessu tilheyrir að nokkru leyti til fortíðinni en á síðustu áratugum hafa Japanir svo um munar látið að sér kveða í tækni og listum. Bókasafnsfólk þekkir þá ekki síst til manga myndasagnanna sem hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Á veggspjöldunum eru japanskar myndskreytingar og ljósmyndir úr borgum og af landslagi í Japan.

Veggspjöldin eru gjöf frá Sendiráði Japans á Íslandi.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6230

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 22. febrúar 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00