Jólaklippismiðja

Jólaföndur, jólaklippingin, Borgarbókasafnið, Reykjavik City Library

Kristín Arngrímsdóttir stýrir klippismiðju

Borgarbókasafnið Spönginni, laugardaginn 2. desember kl. 14-15:30 

Skærin leika í höndunum á Kristínu Arngrímsdóttur myndlistarmanni, rithöfundi og bókaverði. Hún kennir bókasafnsgestum að búa til jólalegar ævintýramyndir í anda klippimynda H. C. Andersen og hefðbundin jólapokagerð verður á sínum stað, upplagt skraut á jólatréð.

Smiðjan er einkum ætluð fullorðnum og stálpuðum börnum, en yngri börn eru líka velkomin og fá að föndra án skæranna, sem eru jú ekki barna meðfæri!

Ókeypis þátttaka og allir velkomnir, efniviður á staðnum!

Jóladagskrá Borgarbókasafnsins

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 2. desember 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:30