Innflytjendabókmenntir á Norðurlöndum

Innflytjendabókmenntir á Norðurlöndum | Pallborðsumræður

Menningarhús Grófinni, fimmtudag 18. maí kl. 17 - 18 

Fimmtudaginn 18. maí taka fjórir rithöfundar þátt í pallborðsumræðum um stöðu innflytjendabókmennta á Norðurlöndum. Öll eiga þau það sameiginlegt að skrifa á öðru máli en því sem er ríkjandi í landinu sem þau búa í (eða á fleiri en einu máli). Þetta eru þau Ewa Marcinek (Pólland/Ísland) rithöfundur, Elías Knörr (Galisía/Ísland), rithöfundur, þýðandi og málvísindamaður, Mazen Maarouf (Líbanon/Ísland), rithöfundur, þýðandi og gagnrýnandi og Roxana Crisologo (Perú/Finnland), ljóðskáld og aktívisti. Petronella Zetterlund frá NolitchX samtökunum (Nordic Literatures in Change and Exchange) stýrir umræðunum sem fara fram á ensku.

Fjallað verður um persónulega reynslu þessara rithöfunda svo og stöðu innflytjendabókmennta á Norðurlöndum. Höfundarnir velta fyrir sér hvað sé gert og hvað mætti gera til að verk innflytjenda verði hluti af bókmenntaheimi þessara landa eða Norðurlandanna í heild. 

Innflytjendatungumál er hugtak sem notað er í Svíþjóð um mál sem hafa verið hluti af tungumálaflóru landsins frá síðustu öld. NolitchX verkefnið skoðar hugtakið í norrænu samhengi (þótt staðan sé að einhverju leyti ólík milli einstakra landa) til að beina sjónum að þeim bókmenntum sem verkefnið snýst um og vill gera sýnilegar með upplestrum, þýðingum og samstarfi. Kjarni NolitchX verkefnisins er skoða bókmenntir á ólíkum tungumálum á Norðurlöndum í samhengi við þá staðreynd að erfið staða rithöfunda sem skrifa á innflytjendamálum er að miklu leyti tengd takmörkuðum stuðningi við þýðingar á heimamálin og miklum áhuga á tilteknum tegundum frásagna, þ.e. þær sem tengjast sjálfsmynd og reynslu, í dag oft átökum tengdum stríði eða landflótta. 

Dagskráin er skipulögð af Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og NolitchX í samstarfi við Borgarbókasafnið.

Daginn áður, miðvikudaginn 17. maí kl. 17, verða sömu höfundar á Kaffislipp og lesa úr verkum sínum og þar gefst því gott tækifæri til að kynnast skáldskap þeirra. Sjá nánar hér

Nánari upplýsingar fyrir hönd Borgarbókasafnsins veitir: 

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is, s. 411 6109 og 699 3936

 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 18. maí 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00