
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Mánudaga kl. 17:30
Hvað er helst í fréttum?
Langar þig að kynnast íslenskum fjölmiðlum, lesa blöðin og skilja hvað er að gerast á Íslandi?
„Hvað er í fréttum“ er fjölmenningarleg þjónusta sem boðið er upp á í Borgarbókasafninu. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti áhugasömum gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir og benda á það sem er í brennidepli hverju sinni. Hugmyndin er að stuðla að þátttöku í samfélaginu og skapa vettvang fyrir samræður um samfélagsmál.
Markmiðið er að þátttakendur:
-kynnist mismunandi fjölmiðlum á Íslandi
-fái leiðbeiningar við að leita sér að fréttum
-kynnist samfélagslegri umræðu á Íslandi
-geti komið með óskir og fengið aðstoð við að skilja betur útvaldar greinar
Allir velkomnir. Þátttaka ókeypis.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
411-6182 / 411-6175