Hundar sem hlusta í Grófinni

Hundar sem hlusta - Borgarbókasafnið í Grófinni

Notaleg og hvetjandi lestrarstund

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 9. apríl kl. 13:20

Borgarbókasafnið, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda, sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.

Hverju barni býðst að lesa í 20 mínútur, tveir hundar hlusta og komast átta börn að á einum sunnudegi. 

Félagið Vigdís er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim með um 4 þúsund sjálfboðaliðum. Markmið félagsins er að efla læsi barna með því að hvetja þau til yndislesturs. Lestrarstundir með hundi hafa reynst börnum vel, einkum þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn gagnrýnir ekki barnið meðan á lestrinum stendur, heldur hjálpar því að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er. Sjálfboðaliðinn sem á hundinn ræðir síðan við barnið um innihald sögunnar til að aðstoða og tryggja betri lesskilning.

Lesturinn fer fram á 5. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni. Foreldrar þurfa að  bóka tíma fyrirfram fyrir börnin með því að senda tölvupóst á Ingibjörgu Ösp Óttarsdóttur, ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is eða með því að hringja í síma 411 6146.

Nánari upplýsingar veita:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir hjá Borgarbókasafninu
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6146

Margrét Sigurðardóttir, formaður félagsins Vigdís – Vinir gæludýra á Íslandi
Netfang: maggasig65 [at] gmail.com
Sími: 696 1530

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 9. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:20

Viðburður endar: 

15:00