Hulið landslag | 20.5 - 10.9

Soffía Sæmundsdóttir

Hulið landslag | Soffía Sæmundsdóttir

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðurberg
20. maí – 25. ágúst 2017 - SÝNINGIN VERÐUR FRAMLENGD TIL 10. SEPTEMBER.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og frá byrjun september einnig um helgar frá 13-16

Soffía Sæmundsdóttir vinnur í teikningum sínum og grafíkverkum með landslag sem vísar í dulúð og er á mörkum hins ímyndaða og jarðneska.

Um verk sín segir hún:
„Hvort sem í huga er horft til himins eða fjalla, niður á sjávarbotn eða út í óendanlegan sjóndeildarhringinn, er niðurstaðan sú sem verður til á pappírnum. Fyrimyndin er ekki ákveðin að fullu en með blýjanti, kolum, vatnslit, bleki og einföldum áhöldum verða til myndir á pappírsarkir eða pappírsrúllur í mismunandi stærðum. Framsetning verkanna felur í sér áframhald og hefur sögulega skírskotun en jafnframt einhvern óendanleika og tilraunakennda leit sem er mér mikilvæg. Landslag, staðir, saga og náttúra veita mér innblástur og ég leita víða fanga“.

Soffía Sæmundsdóttir er kunn af málverkum sínum en vinnur jöfnum höndum teikningar og grafík og hefur verið virk á myndlistarvettvangi undanfarinn áratug. Hún hefur tekið þátt og staðið fyrir einka- og samsýningum og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Hún sækir innblástur einkum í landslag og náttúru og kannar ókunna staði sem hún nýtir í verkum sínum og dvaldi nýlega í ALN listamannasetrinu í Burden Lake Park í New York og hefur m.a. þegið listamannadvalir í Lukas Künstlerhaus í Ahrenshoop Norður-Þýskalandi, Gunnarshúsi, Varmárhlíð og í Banff setrinu í Kanada. Soffía hefur rekið vinnustofu og kennt myndlist um árabil. Hún hefur auk þess tekið þátt í félagsstörfum myndlistarmanna og bætt við sig meistaragráðu í málun í Kaliforníu 2001-3 og kennsluréttindum í LHÍ 2010. Soffía hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín m.a. hin virtu Joan Mitchell Painter and Sculpture verðlaun, kennd við samnefnda stofnun í New York og var verðlaunahafi í alþjóðlegu Winsor og Newton málverkasamkeppninni. Hún var formaður félagsins Íslensk grafík 2011-2015 og bæjarlistamaður Garðabæjar 2014-2015. Soffía býr á Álftanesi en er með vinnustofu í Hafnarfirði.

Einkasýningar (valdar)
2016    Menningarhúsið Berg, Draumaheimar Soffíu, Dalvík, Gallerí Fold Loft jörð
2015    Studio Stafn - Annars staðar/Elsewhere, SÍM salurinn – Kleine Welt III / Exitus
2013    ÍG Gallerí – Kleine Welt II / documenti
            Kirsuberjatréð/Herbergið – Kleine Welt
2012    Gallerí Klaustur - Dalverpi
2011    Gallerí Fold – Veruleikans hugarsvið
2009    Artótekið – Borgarbókasafnið Tryggvagötu
            Gallery Krebsen Kaupmannahöfn/Vistaskipti

Samsýningar (valdar)
2016    Galerie Carusel, Basel – Wish you were here, Manhattan Graphics, New York, -IPA/MG, Listasafn Reykjaness Við   sjónarrönd.
2015    Listasafn Árnesinga - Gullkistan 20 ára, Grafíksalurinn 
            Wish you were here (Postcard Project) ásamt Heike Liss,
2014    ÍG Gallerí IPA/Boston Printmakers, Artótek – 45 ára afmælissýning ÍG, Belmont Art Gallery IPA/Boston Printmakers
2013    Næstved – Islensk grafik
2012    IG Gallerí True North – Print Portfolio valið af Nicole Pietrantoni
2011    Gallery Sagoy – Glimt fra Island
            Álafosskvos - Brot
2010    Gallery Little Rock Arkansaz – Flown in
Gallery Sofitel - Strassburg, Frakklandi
2009    Norræna húsið – Íslensk Grafík 40 ára
2008    Hafnarborg – 50 hafnfirskir listamenn

Menntun
2010    LHÍ – Diploma, Kennsluréttindi.
2003    Mills College, Oakland, CA, MFA
1991    Myndlista-og handíðaskóli Íslands, BFA
1985    Wiener Kunstschule
1984    Menntaskólinn við Sund

Viðurkennningar, styrkir (valið)
2016    Starfslaun listamanna-skilgreint samstarf (3 mán), Muggur(dvalarstyrkur), Myndstef(verkefnastyrkur)
2014    Bæjarlistamaður Garðabæjar
2013    Hafnarfjarðarbær / menningarstyrkur
2012    Muggur-Dvalarstyrkur, Nes v/Lukas Künstlerhaus.
2011    Hafnarfjarðarbær/menningarstyrkur
2010    Listamaður Grafíkvina fyrir félagið Íslensk grafík

Myndstef/ferðastyrkur                                                
2003    Joan Mitchell foundation Sculpture and Painting award
2000    Winsor og Newton málverkasamkeppni, verðlaunahafi

Vinnustofudvalir
2016    Hvíta húsið Hellissandi ásamt Elvu Hreiðarsdóttur, East Side Print Shop New York
2015    Art, Letters, Numbers New York - Artist in Residence, Hvíta húsið, Hellisandi, ásamt Elvu Hreiðarsdóttur.
2012    Lukas Künstlerhaus – Ahrenshoop Þýskalandi.
2011    Hveragerði, Varmahlíð
2004    Leighton Studios, Banff Centre, Canada
1999    Skriðuklaustur, Klaustrið

Annað
Félagi í SÍM 1995, Félagi í Íslenskri grafík frá 1995, formaður ÍG 2011- 2015, sýningarnefnd frá 2015.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: kristin.thora.gudbjartsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 692 1733

 

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 10. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

09:00

Viðburður endar: 

18:00