Hrollur | ritsmiðja

Hrollur ritsmiðja

Hrollur | ritsmiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, 1. hæð
Sunnudaginn 29. október kl. 14-16

 

Draugasögur, skrímslaslímsögur, hrikalegar hrollvekjur og annað ógnvænlegt er nauðsynlegur undirbúningur hrekkjavökunnar. Borgarbókasafn býður upp á hrollvekjuritsmiðju fyrir börn svo þau geti hrætt líftóruna úr fjölskyldu, vinum og nágrönnum á hrekkjavökunni. Leiðbeinandi er Markús Már Efraím.

Markús Már Efraím hefur unnið með krökkum síðan hann var næstum því krakki sjálfur og hefur undanfarin ár leiðbeint börnum í skapandi skrifum við frístundaheimili, skóla og söfn borgarinnar. Markús er líka mikill aðdáandi hrollvekja og árið 2015 ritstýrði hann og gaf út hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni er, sem skrifað var af 8-9 ára nemendum hans og hlaut m.a. tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 29. október 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00