Hrekkjaratleikur

Hrekkir, ratleikur, 1. apríl, fyrsti apríl

Hrekkjaratleikur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardaginn 1. apríl kl. 12-16

1. apríl er hefð fyrir því að fá fólk til að fara erindisleysu með blekkingum. Margar kenningar eru uppi um hvaðan siðurinn kemur en hann virðist hafa þekkst síðan á 18. öld. Ein tilgátan um uppruna siðarins er sú að veðurfar í apríl sé svo svikult að það sé við hæfi að taka á móti apríl með hrekkjum.

Á safninu verður settur upp skemmtilegur ratleikur sem gerir hrekkjum og hrekkjalómum hátt undir höfði. Þeir sem taka þátt geta unnið til verðlauna. 

Við lofum að við erum ekki að plata, það verður í alvöru ratleikur!

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar veitir:
Nanna Guðmundsdóttir
nanna.gudmundsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6230

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 1. apríl 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

16:00