Hljóðbækur

Í Borgarbókasafni er fjöldinn allur af hljóðbókum; skáldsögum, ævisögum, fræðibókum o.s.frv. Hljóðbækurnar eru aðallega á íslensku og ensku en einnig eru til hljóðbækur á öðrum tungumálum.

heyrnartol.jpg

Hlusta.is

Borgarbókasafn er áskrifandi af hlusta.is en þar er hægt að hlaða niður fjölbreyttu efni fyrir börn og fullorðna. Skáldsögur, íslenskar sem og þýddar, fornsögur, þjóðsögur og ævintýri, spennusögur og þjóðlegur fróðleikur er meðal efnis sem finna má á hlusta.is.

Borgarbókasafn hefur nú þegar hlaðið fjölda sagna niður á MP3-diska og eru þeir lánaðir út eins og aðrar hljóðbækur.  

Finnst þér eitthvað vanta af efni hlusta.is í hljóðbókasafn Borgarbókasafns? Sendu okkur tölvupóst: arsafn@borgarbokasafn.is þar sem fram kemur titill á sögunni/efninu af hlusta.is, nafn og kennitala, netfang eða símanúmer og í hvaða safni þú myndir vilja nálgast diskinn. Við sendum þér svo tölvupóst eða hringjum í þig þegar hann er tilbúinn.