Hlaðvarp Borgarbókasafnsins

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins hóf göngu sína í júní 2017. Þar skrafar starfsfólk safnsins, sem allt er annálaðir bókaormar, og fleiri góðir gestir, um safnkost og fjölbreytt verkefni Borgarbókasafnsins.

Stöðugt bætist í sarpinn - viltu vita meira um bækurnar á leikfjölunum? Hvað er nýtt á safninu? Barnabækurnar í jólabókaflóðinu? Fylgstu með! Hlaðvarpið er aðgengilegt á Soundcloud og í öllum helstu hlaðvarpsforritum, undir notandanafninu Borgarbókasafnið. 

Langar þig að taka upp hlaðvarpsþátt eða annað talað efni? Þú getur bókað Kompuna, hlaðvarpsstúdíó Borgarbókasafnsins í Grófinni, og fengið aðgang að upptökutækjunum okkar! Sendu okkur póst á hladvarp [at] borgarbokasafn.is.

Um allt land

Í fyrstu þáttaröð hlaðvarpsins lögðum við upp í hringferð um landið og beindum sjónum okkar að safnkosti sem tengdist hinum ýmsu áfangastöðum. Innblásturinn er sóttur í okkar eigið Íslandskort bókmenntanna, sem ætti auðvitað helst að vera að finna í öllum kortabókum..þ. Á þættina má hlusta hér

Bókmenntir augnabliksins

Leikhúsbókmenntirnar voru í brennidepli haustið 2017, þegar nýtt leikár rúllaði af stað. Á þættina má hlusta hér

Jóla-barna-bóka-spjall

Fyrir jólin 2017 fengum við unga lestrarhesta til liðs við okkur og spjölluðum um splunkunýjar og aðeins eldri barnabækur. Á þættina má hlusta hér.

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2017

 Þórarinn Leifsson samdi fyrir okkur söguna Jósi, Katla og jólasveinarnir, en við birtum nýjan kafla á hverjum degi í desember. Hér má hlusta á söguna í flutningi höfundar í heild sinni.