Hlaðvarp Borgarbókasafnsins komið í loftið

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins er komið í loftið! Í fyrstu þáttaröð hlaðvarpsins er sjónum beint út fyrir borgina og út á land. Í fjórum þáttum kemur starfsfólk Borgarbókasafnsins með tillögur að skemmtilegu, skringilegu og fróðlegu lesefni og öðrum safnkosti sem tengist landshlutunum fjórum á einn eða annan hátt, og spjallar vítt og breitt um bókleg efni. Þættirnir eru kjörnir fyrir ferðalanga sem ætla sér að vera á faraldsfæti um landið í sumar og vilja velja sér lesefni eftir áfangastað. Því hvað gæti verið skemmtilegra en að lesa Jón úr Vör á Patreksfirði? Guðrúnu Evu í Hveragerði? Önnu frá Suðurey á Akureyri....?

Á þættina má hlusta á Soundcloud-síðu Borgarbókasafnsins, en hún er aðgengileg í gegnum hnapp hér á heimasíðu. Þættirnir verða jafnframt aðgengilegir í iTunes. 

Góða hlustun og góða ferð!