Hinsegin bókmenntaganga og bókaútstilling á Reykjavíkurtorgi

  • Hinsegin bækur á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafnið Grófinni
  • Hinsegin bækur á Reykjavíkurtorgi | Borgarbókasafnið Grófinni

Í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík vekjum við nú athygli á hinsegin bókakosti safnsins með skemmtilegri og litríkri útstillingu í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Grófinni.

Föstudaginn 11. ágúst kl. 19 leiðir starfsfólk Borgarbókasafnsins göngu um slóðir hinsegin bókmennta í miðborginni. Athugið að dagsetningunni hefur verið breytt til að forðast árekstur við opnunarhátíð Hinsegin daga.

Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15.

Þátttaka er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Gangan er hluti af dagskrá Kvöldgangna í Reykjavík sem er samstarfsverkefni Borgarsögusafnsins, Listasafns Reykjavíkur og Borgarbókasafnsins. Hægt er að nálgast heildardagskrá sumarsins á vef Borgarbókasafnsins: www.borgarbokasafn.is/is/kvoldgongur.

Nánari upplýsingar veitir:
Björn Unnar Valsson
bjorn.unnar.valsson [at] reykjavik.is