Heimspekikaffi | Hvernig er gott að bregðast við áföllum?

heimspekikaffi Gunnar Hersveinn Edda

Heimspekikaffi | Hvernig er gott að bregðast við áföllum?

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.00-21.30

Gunnar Hersveinn og Edda Björk Þórðardóttir.
Það er mikilvægt að við hugum vel að okkur sjálfum eftir hvers kyns áföll. Stuðningur ástvina skiptir einnig miklu máli, að vera virkur hlustandi og að sýna skilning og samkennd. Spyrja má: Hvað gildi koma helst við sögu í kringum áföll?

Áföll geta haft margvíslegar afleiðingar sem vandasamt er að sjá fyrir. En hvernig er gott að bregðast við þeim? Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Edda Björk Þórðardóttir doktor í lýðheilsuvísindum spá í málið í heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20. Þau munu ræða um áföll og afleiðingar þeirra og velta fyrir sér hvernig hægt er að bregðast við þeim á uppbyggilegan hátt, hvaða gildi ber helst að efla.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugðarefni til ræða frekar.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með heimspekikaffinu og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor - gildin í lífinu. Edda Björk Þórðardóttir er með doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum og bakgrunn í sálfræði. Hún starfar sem nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands og sinnir þar kennslu og rannsóknum. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði áfallafræða.

Nánari upplýsingar:

Hólmfríður Ólafsdóttir; sími 411411-6114; netfang holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is  

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 21. febrúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

21:30